Langar að benda fólki á nokra hluti á Hive sem að eru svoldið “athugaverðir”
T.d. Ef viðskiptavinur óskar þess að eiga sjálfur við stillingar í búnaðinum (t.d. opna fyrir port á beininum) þarf að hringja í þjónustuver Hive 414-1616 þar sem þjónustufulltrúar Hive geta opnað beininn fyrir viðskiptavini. (undir búnaður á www.hive.is)
Er þa að ástæðulausu sem við meigum ekki einu sinni fara inná routerinn okkar ?
Svo er þa hvað það er ekkert sagt beint.. Til dæmis er sagt þar að þa sé 20 Mb tenging… En hvort er þa Megabæt eða Megabit… 20 megabit eru 2,5 megabæt (eða eitthva í þá áttina)
Í samningnum er maður bundinn í 12 mánuði og þeir lofa einum frítt ef maður segjir upp hjá hinum og eru margir rosalega fúlir útí símann að maður getur ekki sagt upp eftir 12 mánuði.. En hvar stendur það sé hægt hjá Hive ?
Í samningnum eru tilvísanirnar endalaust “ Ef , miðað við, útfrá , en aldrei Og (sem skilgreinir annan hlut í setningu).
Vonandi leiðréttið þið mig (ef þið hafið rétt fyrir ykkur , eða vinnið við að svara í síma og ljúga að fólki því þó símakonan segjir þetta vitlaust kemur þa hvergi framm í samningnum að ef símkellingin ”mismælir sig" hefur þa engin áhrif á saminginn….
Samhryggist ykkur öllum sem fóru til hive…
Kv. Maður sem hlær að sumu fólki