Sælt veri fólkið.
Ég var að vonast til að einhver af ykkur snillingunum gætu hjálpað mér við að losna við þessi helv.. popups.Ég er með ad-aware og ég er með popup blocker á Exsplorernum og líka á Zone alarm eldveggnum og samanlagt er þeir búnir að stoppa þúsundir popups en það koma alltaf sömu popupsin aftur og aftur.Þetta eru aðallega popups sem eru að bjóða smileys.Mér var ráðlagt að fá mér Fierfox vafrann sem ég og gerði en það skiptir engu máli,þetta kemur samt.Ég spila dálitið á netinu (Battlefield) og þegar popups kemur,þá stoppar leikurinn og skjárinn birtist með öllum iconum og tólastikuni neðst,með Battlefield opnum og verð ég þá að klikka á hann og opnast hann þá aftur en þá er yfirleitt búið að drepa mann.Frekar þreytandi.Á ad-aware er scan watch möguleiki sem er bara á licenst útgáfunni (keyptri).Myndi það stoppa þetta?Þegar ég keyri Ad-aware (deep scan) sem ég geri daglega,stundum oft á dag,þá eru yfirleitt þetta 10-20 spy filar sem það finnur.Hvernig vinna þessi popups?Er þetta eitthvað sem er búið að planta sér á harðadiskinn hjá manni.Þar sem ég er með allt þetta popup blocker dót,hvað getur þá verið vandamálið?

Með fyrirfram þökk og von um að einhver nenni og geti svarað þessu.

Kv-prien.