Það líður varla sá dagur sem ég pirra mig ekki á þeirri staðreynd að netþjónustur á Íslandi rukka fólk fyrir notkun sína á netinu, þó svo það sé alltaf auglýst “Meiri hraði, ÓTAKMARKAÐUR aðgangur að netinu, betri þjónusta bla, bla og meira bla.”.Mér skilst að við séum einu af þeim fáu þjóðum sem eru að borga sérstakt gjald fyrir þessa notkun þó við séum að borga hlægilega hátt verð fyrir DLS tengingar.
Tökum dæmi sem ég kalla “Rán á hinum almenna tölvunotanda” :)
Maður og kona kaupa sér nettenginu hjá Símanum, allt í góðu lagi með það. Fá sér ADSL 2000 með 100 mb utanlands (Búast ekki mikilli umferð á erlendar síður) og binda sig með 5700 kr. á mánuði í eitt ár og + 2700 kr. fyrir búnaðinn. Svo kemur faðirinn heim með þetta voða ánægður og byrjar að vafra. Enginn í þessarri fjöldskyldu hefur mikla tölvukunnáttu og notar IE og hefur ekki hugmynd um hvað costaware er né önnur slík forrit.
Svo kemur póstur vikulega með stöðunni af kvótanum hjá þeim. Jájá flott allt í lagi fyrstu vikuna en svo næstu viku sjá þau að það er komið 500 mb yfir og þau skella sökinni strax á krakkan sinn fyrir að nota þetta svona mikið. Og jæja svo hækkar þetta smátt og smátt saman og að lok mánaðarins er komið 1 GB framyfir og þurfa þau að gjöra svo vel að reiða fram 2500 kr aukalega. Sem er að vísu ekki neitt rosalegt en samt peningur sem hægt væri að sleppa við að borga.
Svo kemur tölvufrændinn ( Ég :P ) í heimsókn og fær hann að heyra þessa sögu. Jæja hann ákveður að kíkja í tölvuna og nær í allskonar spybota og adaware og sér að hún er stútfull af spyware og drasli og telur hann það vera ástæðuna fyrir stanslausri traffík utanlands. En auðvitað nenna þau ekkert að standa í veseni fyrir 2500 kr. Þannig þarna var “rænt” af þeim pening með spyware og viðbjóði.
En þegar þetta er farið uppí einhverjar stjarnfræðilegar tölur eins og 50 þús kall er auðvitað rakið hvaðan þetta kemur og þau mál leyst.
Bara smá pæling, hvað ætli mörgum krónum sé tapað á þennan hátt á Íslandi? Tja, erfitt að segja; hvað haldið þið?