Það hljómar kannski tilgangslaust en það eru margir tölvunotendur sem eru ekki nógu sleipir í ensku, ég tala nú ekki um þegar komið er út í allar nýjungarnar (miðað við IE) auk þess sem þá væri hægt að reyna að koma honum inn á ríkisstofnanir sem eiga að taka forrit á íslensku (IE) fram yfir forrit á ensku. Það yrði mjög stórt og gott skref því þar kæmu inn netnotendur sem hafa ekki og eru ekki líklegir til að heyra um Firefox.
Eru einhverjir þarna úti sem elska refinn nógu mikið til að hjálpa mér að þýða hann yfir á íslensku? Það ætti ekki að vera mikið mál því soure-kóðinn er á netinu og hann hefur þegar verið þýddur á mörg tungumál.
http://www.spreadFirefox.com :)