“Laumuhugbúnaður sem hefur komist óboðinn inn á tölvuna mína og netreikningur minn er hærri vegna aukins gagnamagns tengdum honum, getið þið fellt hann niður eða veitt mér afslátt?
Við getum ekki lækkað gjöld vegna aukinnar netnotkunar vegna sorphugbúnaðar sem kemst inn á tölvur notenda. Það er á ábyrgð þeirra að fá ekki óumbeðin hugbúnað inn á sínar tölvur. Réttara væri að hafa samband við viðkomandi fyrirtæki og kvarta við þá, eða kvarta yfir þeim við eftirlitsstofnanir erlendis.
Þetta er vandamál sem herjar jafnt á internet notendur um allan heim og þó við séum allir af vilja gerðir til að benda fólki á leiðir til að losna við þessa hluti þá getum við ekki tekið á okkur ábyrgð í þeim efnum sem snerta okkur ekki.”
Er þetta vandamál sem herjar JAFNT á internet notendur um allan heim ? Það eru ekki mörg lönd sem þurfa að borga fyrir erlent gagnaflæði :@