En manni grunar að þeir svínslegu netsöluspekúlantar sem klína pop-up gluggum á vefsíðurnar sínar geri meira út á þetta prósent netnotenda sem eru upp til hópa nógu miklir álfar og vanvitar til að treysta netinu eins og mömmu sinni. Fyrir þeim er pop-up gluggi eitthvað spennó. Þegar einhver slepjulegur hálfviti út í heimi setur upp skilaboð í pirrandi pop-up glugga sem segja td. “þú hefur unnið milljónn skrilljón dollara apakötturinn þinn!!”, þá trúir netálfurinn því, smellir áfram og lendir í gluggagildrum frá helvíti. Til að kóróna hlutina verður hann auðvitað að gefa upp kortnúmerið sitt og verða voða hissa þegar visareikningurinn kemur um næstu mánaðarmót.
Niðurstaðan er þá eflaust sú, að pop-up(hálfvita)gluggar virka. Alveg eins og auglýsing í blaði virkar bara beint á nokkur prósent auðtrúa fólks. Málið er að þessi fáu fábjánalegu prósent skila öllum gróðanum.
—–