Ég er að velta einu fyrir mér. Ég er með tvo vefþjóna. Annar vefþjónninn er eldri (þ.a.l. ekki öflugur) og svo er ég með nýjann vefþjón sem er mun öflugri en hinn og hann mun einungis hýsa einn vef.
Það sem ég er að spá ætti ég að setja upp DNS á nýju vélinni fyrir nýja vefinn og beina því PORT umferðinni á báðarvélarnar en ekki bara eldri vélina eins og þetta er í dag.
Eða á ég að setja DNS færslurnar fyrir nýja vefinn á eldri vélinni og forwarda umferðinni bara þangað (eins og þetta er í dag) og svo stilla að directoryið fyrir nýja vefinn sé á annari vél?
Verður þá eldri vélin flöskuháls eða? Hvernig ætti ég að snúa mér í þessu? Er í lagi að forwarda umferðinni á tvær vélar svo svarar bara sú sem er með vefinn uppsettan sem verið er að spyrja um?