Þetta er orðið frekar pirrandi!
Málið er að það virðist sem þessi blessaði LinkSys router minn er að blokka allt sem hann hugsanlega getur! Ég er búin að reyna að opna fyrir “port 80” og forwarda það á ip töluna mína (er með Apache) en ekkert gengur. Þetta lýtur sumsé svona út einhvernvegin:
HTTP - Ext.Port: 80 - Int.Port: 80 - Ip: 192.168.!.! - Enable:True
En það er sama hvað reynt er að pinga mig, ekkert gerist. Svo er hann einnig að blocka Audio Conversation á Msn og ég hef ekki minnstu hugmynd hvernig það er lagað. Microsoft eru nú snillingar að setja ALLT sem skiptir ekki máli í hjálpina.
Er einhver sem gæti gefið mér smá leiðbeiningar/hjálp með þetta router vesen mitt!? =)