Ég mæli ekki með því að þú stækkir, þú borgar jafn mikið fyrir að downloada heilu gígabæt frá útlöndum hvort sem þú ert með 100 megabæti innifalið eða heilt gígabæti á hverjum mánuði. Þetta er bara spurning með auka línu sem segir hve mikið útlandadownload var yfir það fasta.
Ef þú ert með gígabæti innifalið en downloadar minna en það, þá ertu eiginlega að gefa Símnet peningana fyrir magnið sem vantar upp í gígabætið því að þeir endurgreiða ekkert.
Gerum hérna 1 stk. dæmi og miðum við að hvert mb er 2,5 kr.
1. Þú ert með 100 mb en downloadar 500 mb yfir mánuðinn.
Þú borgar af því 250 kr fyrir fyrstu 100mb
Síðan eru 400 mb sem fer yfir og borgar fyrir það 1000 kr.
Samtals er þetta 1250 fyrir útlandadownload.
2. Þú ert með 1 gb en downloadar 500 mb yfir mánuðinn.
Þú borgar af því 2560 kr fyrir 1 gb (m.v. 1 gb er reiknað sem 1024 mb)
Drögum frá það sem þú downloadaðir í raun og veru, sem eru 1250 kr. 2560 - 1250 = 1310.
Miðað við að verðin séu rétt, þá væri Símnet að hirða af þér 1310 kr fyrir gagnamagn sem þú dowloadaðir aldrei.
Ég segi bara…farið bara niður í 100 mb og ekki taka því illa þótt það komi auka lína.
Þarf ekki að hafa 100% rétt fyrir mér í þessu, en athugaðu verðmuninn og sjáðu hvort að eini munurinn á 100mb og 1gb séu um 2250 krónur. Ef svo er, þá græðirðu ekkert á því að stækka.
Þetta var skrifað til allra þeirra sem eru að pæla í að hækka innifalna gagnamagnið, hjá hvaða internetþjónustu sem er.<br><br>—-Fragman póstaði þessu——-
<a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman">Skilaboð</a