Ég er í geðveikum vandræðum að tengjast inn á þráðlausa netið í skólanum hjá mér. Það sem gerist er að hún finnur netið en tengist ekki inn á það (ég er með Win XP).
Svo fann er hugbúnað á netinu sem kallast Segue Roaming Client frá Pctel.Það virtist virka ágætlega. Það kostar bara og ég tími ekki að borga fyrir það. Þá fann ég annað forrit sem frá Boingo. Það gekk heima hjá vini mínum sem er með þráðlausan Router en gekk ekki uppi í skóla.
Mín spurning til ykkar er vitið þið um eitthvað svona forrit, þarf ekki að gera neitt annað en að finna þráðlaus net og tengja mig inn.
Takk