ok… ég lenti sem sagt í því að skólinn sem ég fór í hafði það sem skyldu að vera með fartölvu.
Allt í lagi … ég fæ mér fartölvu… vírusvörn… netkort… windows XP sem var by the way skilda líka… windowspakkann… bara allt saman… svo fór maður í skólann og allt í lagi með það.
Ég var með netið í einhverjar 2 vikur en þá komu víst einhverjir kallar til að “laga” netið en hentu mér í staðinn bara útaf netinu… svo komst ég að því að netkortið mitt var ekki eins gott og það hefði átt að vera… þannig að það var keypt nýtt netkort en þá er allt í einu komið jólafrí. Svo fyrsta daginn þá eftir jólafríið er það tekið skýrt fram að við megum ekki vera á netinu í tímum… að eiginlega ættum við ekki að vera í tölvunni neitt þegar það er kennsla!!!
Við megum ekki glósa á tölvurnar!!! Meina… TIL HVERS ERU ÞÆR???? Fólk var að kaupa sér tölvur á alveg upp í 200.000 kall og má svo bara allt í einu ekkert nota þær! Meina… það er eitt að banna netið… það er annað að banna tölvur algjörlega.
er etta bara ég… eða er þetta pínu ósanngjarnt?