Mig vantar stórlega hjálp…
Þannig er mál með vexti að það er einhver bölvuð síða sem er kominn sem startup síða. Ég hef alltaf verið með huga, en svo er kominn einhver allt önnur síða í staðin núna. Ég get með engu móti losnað við hana, ef ég fer í tools-internet opt. og breyti því þar, þá er hún komunn upp aftur, það er líka einhver search bar sem fylgir með henni, og ef ég loka honum þá er hann kominn upp strax og ég opna explorerinn aftur. Þessi síða heitir http://i-lookup.com og það er sama hvað ég geri hún loðir alltaf eins og plástur. Ég er einnig búinn að fá mér ad-ware forrit sem á að fjarlæga svona rusl, og fann hann alveg helling af fælum, og þá líka fæla sem voru frá i-lookup.com og eyddi þeim, en það skánaði samt ekkert við það.
Ég er orðinn alveg rosalega þreyttur á þessum fjanda og mundi gjarnan þiggja hjálp varðandi þennan vágest.
Kv.Need4speed