Coca-Cola opnar Netþjónustu með tónlist
Flóra Netverslana með tónlist verður sífellt fjölbreyttari. Nú hefur Coca-Cola tilkynnt að það ætli sér að selja tónlist um Netið og gefa tónlistarunnendum kost á því að velja um rúmlega 250 þúsund lög til að hlaða niður frá 8.500 listamönnum. Talsmenn Kók segja að úrvalið hjá þeim verði mest og salan hefjist í næsta mánuði. Tilkynningin kemur í framhaldi af fréttum í síðustu viku þess efnis að Kók verður helsti styrktaaðili bresku vinsældalistanna, bæði smáskífu- og breiðskífulistans. Vefverslun Kók verður því bærilega kynnt í þáttum eins og Top Of The Pops en nafn hennar verður Mycokemusic.com.