Ég lenti í því að þurfa að setja tölvuna mína upp á nýtt og tók eftir því að internet sambandið var eitthvað skrítið þegar ég var búinn að setja allt upp á ný.
Fyrst eftir að ég tengdist internetinu (ADSL 1500 Simnet) þá byrjaði tölvan fljótlega að senda gögn á fullu, Eftir að hafa fengið og sett upp Sygate firewall forritið þá tók ég eftir því að um leið og Dllhost.exe í “Windows/system32/wins” möppunni fór í gang þá byrjar tölvan að senda einhvert á fullu (10 - 20 kb/sec)
Einhver með hugmynd um hvað þetta gæti verið, hvort það sé einhver galli eða stillingaratriði?