Ég hef eina spurningu sem brennur á vörum mínum.
Hún er sú, get ég breytt gæðum laganna úr 192 kbps niður í 128 kpbs.
Margir spyrja eflaust afhverju ég vilji gera þetta.
En já, ég keypti mér mp3 spilara í BT nú á dögunum, þennan “OFSAFÍNA OG GÓÐA MP3 SPILARA”. Kostaði tæpar 6000kr og með 128mb minni og allt.
Jæja, ég skellti mér og keypti mér hann, en svo þegar að ég set lögin inn á hann, þá surga öll lögin sem eru með 192 kbps en hin sem eru með 128 kbps eru smooth og góð.
Svo, mig langaði að vita hvort ég gæti breytt lögunum þannig að þau séu 128 kbps, því meirihluti laganna minna eru með 192 kbps og finnst mér sárt að geta ekki hlustað á þau.
(Og afsakið ef þessi spurning á ekki heima hérna, ég bara vissi ekki hvert ég ætti að senda hana)<br><br>Adios // Asmodai
Meistari <b>GarFielD</b> skrifaði:
<i>“ Þessi korkur er jafn gáfulegur og feitur maður þakinn marmelaði syndandi innan um háskólarektora í svefnherbergi barbapabba, öskrandi ”ég er hamstur, ég er hamstur“ ”</i
Alli Asmodai