Harðadiskaframleiðendur og módemframleiðendur eru þeir einu sem ég veit um sem nota þessa mælieiningu. Ef þú kaupir þér harðadisk, eins og til dæmis fann ég harðadisk hjá tb.is. Þeir segja að diskurinn er 10,2GB. Það er í raun og veru rétt að undanskildu einu atriði. Þeir sem framleiða harðadiska halda því fram að það séu 1000 bæti í kílóbæti og 1000 kílóbæti í megabæti og svo framvegis. Þá kemur fram röskun því staðallinn er 1024 bæti í kílóbæti og svo framvegis. Þessi röskun orsakar það að hörðudiskarnir sýnast stærri en þeir í raun eru. Ég og vinur minn héldum að þetta plássið sem harðidiskurinn tæki sem efnisyfirlit yfir öll hin svæðin en ekki núna. Til að halda áfram með þetta mál þá getum við margfaldað 10,2 tvisvar sinnum með 1000 og síðan deilt tvisvar sinnum með 1024 og þú færð út rétta stærð í Gígabætum. Þetta gera þeir til að harðidiskurinn sýnist stærri. Til að fá út rétta stærð á módem hraða, deildu módemhraða í bps með 8192 og þú færð réttan hraða í kílóbætum í sekúndum. Td. 56600bps módem er hægt að fá út að það flytur um 6,91 kílóbæti á sekúndu í hámarkshraða. Fyrir þá sem eru hissa á þessum hraða, þá þarf módemið að senda eitthvað og er ákveðinn hraði (veit hann ekki) sem er tekinn frá þessum hraða.