Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3
Adsl Bögg
Hæ. Ég er með Adsl tengingu hjá Landsímanum. Og mér langaði bara að commenta á einn hlut. Ég hef átt heima í holtunum á 104 þangað til nýlega, og allt hefur rúllað nokkuð vel. Síðan flutti ég fyrir 2 vikum niður við tjörina á 101 og núna situr nýja Adsl módemið mitt og safnar ryki! :( Þegar ég flutti lét ég flyjta síman eins og maður gerir og allt annað. Síðan þegar ég er búin að tengja allt tölvu dæmið og langar að kíkja inná Huga.is þá bara ekkert. Ég hringi í 8007000 og útskýri mitt vandamál og þeir segja mér að það er ekki neitt pláss í hvorugum símstövðunum í miðbænum, svo ég spyr hann hvenær það muni lagast. Hann segir kannski eftir svona 1 viku. Það er verið að bíða eftir búnaði frá Alcatel frá Usa. Ég stend þarna eins og hálfviti og spyr hvernig stendur á því að batterý eins og Landsíminn er ekki betur undirbúin fyrir svona dæmi? Ég hringi núna í vikunni og spyr hvernig þetta gengur, þeir segjast hafa fengið vitlausan búnað að utan og segja mér að hringja í næstu viku. Ég er að borga 8 þúsund kall á mánuði fyrir þetta!!!! Guð sé lof fyrir að ég fleygði ekki 56k módeminu mínu! Þetta á ekki að vera nein bash grein um Landsímann, ég bara skil ekki hverning margmiljarða fyrirtæki getur verið að fökka þessu svona upp. Ég veit að ég er ekki einn sem er í þessari aðstöðu. Mér skilst að það vanti “pláss” í flestum símstöðvum á höfurborgarsvæðinnu. Ég vona að Ls fari að taka sér tak. og bæta þetta. Ég er næstum því farinn að óska að ég gæti tengst Línu.net