Nýlega barst til mín e-meil sem var sent beint í gengum einfalt form sem ég er með á heimasíðu minni sem gegnir því hlutverki að auðvelda fólki að hafa samband við mig. Oftast nær eru þetta vinir eða ættingjar sem senda kveðju eða þá einhverjir sem hafa ráfað inn á síðuna frá einhverri leitarvél og hafa stundum viljað spyrja mig að einhverju til gagns eða gamans. En þetta er e-meilið:

****************************************** ***********************
MessageType: Complaint
Subject: Myndir
SubjectOther: nei
Username: lisa
UserEmail:
ContactRequested: ContactRequested
Date: 26 Oct 2003
Time: 18:16:06
Remote Name: 194.144.11.143
Remote User:
HTTP User Agent: Mozilla/4.0 (compatible; MSIE 6.0; Windows NT 5.1)

Comments:

þetta er kúka síða
************************************************* *****************

Auðvitað ætti maður bara taka þessu með yfirvegaðri og þroskaðri ró, en það er eitthvað sem blundar í mér sem vill brjótast út, einhvers konar mótspil, en Hvað?

Eins og sést í þessu “form result” þá fæ ég IP töluna 194.144.11.143 með og nafnið “lisa” þó að ég efist um að það sé rétt, en IP töluna ætti ég að geta hagnýtt á einhvern djöfullegan hátt, en hvernig. Ég er svosem enginn hakkari, en ég veit að IP talan vísar á einhvern ADSL router sem er mjög sennilega með net þjónustu hjá símanum, meira hef ég þó ekki getað fundið út með einföldum athugunum. Auðvitað er þetta ekkert annað en heimskuleg og barnaleg móðgun, en það væri gaman að geta sagt: “Ég veit hver þú ert”.

Hvað finnst ykkur, hvernig mynduð þið bregðast við ?

Með Kveðju
POE