“bara rukkað fyrir UTANLANDSdownload á Íslandi” eða “bara rukkað fyrir utanlandsdownload á ÍSLANDI” ? :)
Eigirðu við það fyrra, er skýringin að íslenskar netveitur þurfa að borga morð fjár fyrir erlendar tengingar sínar; fyrst þarf að kaupa burðargetu í Cantat-3 (sem er miklu dýrari en sjálf nettengingin, og kostnaður sem netveitur á meginlandinu þurfa ekki að bera), og svo nettengingu (ip transit) af backbone í evrópu eða USA. Sá búnaður og tengingar sem þarf til að skiptast á innlendri netumferð kostar aftur á móti hreina skiptimynt í samanburði.
Eigirðu við það síðara, er svarið í stuttu máli: það er ekki rétt. En köfum aðeins dýpra:
Til að byrja með er ágætt að minna á að Ísland er eyja í miðju Norður Atlantshafi, með innan við 300.000 íbúa… :)
Hér eru dæmi um verðskrár í löndum þar sem aðstaðan (landlega, landlega+fólksfæð o.s.frv) er ekki ósvipuð og hér:
<a href="
http://www.bigpond.com/broadband/access/adsl/plans/“>Telstra í Ástralíu</a> - Ástralskur dalur er um 53 krónur
<a href=”
http://www.tele.fo/breidband_vinnuligt_prisir.asp">Föroyja Tele í Færeyjum</a> - dönsk króna er um 12 krónur
Víðast á meginlandi Evrópu (og í USA) eru netþjónustur svo að innleiða þök á gagnasókn (fjölmargar reyndar löngu búnar að því), og hægist þá ýmist massíft á tengingunni þegar þakinu er náð, eða að til kemur aukagjald fyrir umframnotkunina. Þar er enginn greinarmunur gerður á innlendri notkun og erlendri, og í mörgum tilvikum eru upload m.a.s. talin og takmörkuð líka. Í þessum löndum er nefnilega ekki jafngífurlegur munur á kostnaði við transit (linkur sem netþjónusta kaupir af stærri þjónustu/bakcone) og peering (linkur sem smærri aðilar koma sér upp til að forðast að umferð þeirra á milli fari um hin miklu dýrari transit) linka. Það er hægt að útskýra þetta betur, en skilningur á hvernig netið er uppbyggt (businesslega, ekki tæknilega) er eiginlega forsenda þess að slíkar skýringar meiri sense… :)
Auk þess er að finna fjölmarga þræði og umræður um þetta efni á huga, þar sem misgáfulegar athugasemdir hafa litið dagsins ljós. Ég skil vel gremju fólks yfir þessu fyrirkomulagi, en skil þó ennþá betur af hverju það er við lýði. Kostnaðarforsendur eru ALLT, ALLT aðrar hér en fyrir t.d. netþjónustu á meginlandinu, og er ég mjög svo sáttur við að innlend umferð skuli vera aðskilin, og ókeypis. Gjaldið mætti vissulega vera eilítið lægra, en það á samt fyllilega rétt á sér.