Halló
ég er með tvær windows xp tölvur og önnur er algjörlega að fríka út. Hvernig færi ég af henni yfir á hina sem er ný uppsett og til í slaginn? Ég er með hubb sem þær eru tengdar við.
Sú sem er að fríka út er farin að gera undarlegustu hluti og ég kemst næ ekki lengur sambandi á netið. Ég er tengd gegn um simnet, var áður á binet og alltí einu neitaði hún að tengjast, ég hringdi í þjónustuverið en þar sem hin talvan nær sambandi og er ók þá er það ekki þeirra mál þó hin nái ekki sambandi - ég get ómögulega fundið út lausn og ætla þessvegna að færa á milli og strauja hina. Kannski þið kennið mér það líka?
kveðja babúska