Hvað Noreg varðar vil ég benda þér á heimasíðu eftirlitsnefndar með happdrættum og lottó í Noregi en þar gerði ég einfalda leit að “World games”:
http://www.lotteritilsynet.no/eway/default0.asp?trg=MainPaige_3283&MainPaige_3283=3579:::::::world games
Fjármálaeftirlitið aðhefst oftast ekki fyrr en eftir kvörtun eða ábendingu.
Mig langar líka að benda þér á nokkrar lagagreinar (lögin má finna á althingi.is)
Hvað spilavíti varðar:
19/1940 Almenn hegningarlög
-181. gr. Nú þykir lögreglustjóra ástæða til að ætla, að maður hafi ekki ofan af fyrir sér á löglegan hátt, og er hann þá skyldur að skýra frá, af hverju hann hafi framfærslu sína og færa rök að. Ef hann gerir það ekki, eða hann aflar sér framfærslu með ólöglegu móti, svo sem með sölu á bannvöru, fjárhættuspili …1) þá skal refsa honum með fangelsi allt að 2 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við eftir öðrum lögum.
-183. gr. Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru. Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur
Hvað lottó varðar:
6/1926 Lög um happdrætti (lotterí) og hlutaveltur (tombólur)
1. gr. Happdrætti, hverrar tegundar sem er, má ekki hafa nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins, og ekki hlutaveltur nema með leyfi lögreglustjóra. Peningahappdrætti eða önnur því lík happspil má ekki setja á stofn án lagaheimildar.
2. gr. Það er bannað mönnum á Íslandi að versla þar með eða selja hluti fyrir erlend happdrætti eða önnur þvílík happspil, eða að hafa þar á hendi nokkur störf, er að þessu lúta.
Vil ég sérstaklega að þú takir eftir 2.gr.
Hvað kauphallir og tilboðmarkaði varðar:
34/1998 Lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða
1. gr. Lög þessi gilda um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða sem starfa hér á landi. Starfsemi, sem kveðið er á um í lögum þessum, er einungis heimil kauphöll og skipulegum tilboðsmarkaði sem hlotið hefur starfsleyfi samkvæmt lögum þessum.
Á
http://www.caspir.com/wgi/tsunami/aboutwgi.htm kemur eftirfarandi fram:
Helsta starfsemi fyrirtækisins er:
Mining,
Pharmaceuticals,
Property Development,
Diamond, Nickel & Gold interests
Höfuðstöðvar séu í Ástralíu.
Starfsstöðvar séu á Kostaríka.
Firmaskráning sé á Bresku Jómfrúareyjunum.
Leikjaleyfi á netinu sé frá Belís.
Aðalbanki sé Hong Kong Shanghai Bank.
Tölvur séu vistaðar í Englandi.
Einnig kemur fram að fyrst hét það Virtual Games Global en lenti í erfiðleikum með innheimtu og hugverkaréttindi (ekki kemur fram hvað varð um Virtual GG). Síðan er World Games Inc. stofnað.
Ég vill benda á smá upplýsingar um fyrirtækjalöggjöf á Bresku Jómfrúareyjunum og fleirra um þá ágætu þjóð:
http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/geos/vi.html.Samkvæmt firmaskrá þá er “Own your life” ekki fyrirtæki heldur félagasamtök og er ekki á virðisaukaskattskrá.
Fólk greiðir ekki tolla nema þegar það flytur eitthvað inn til landsins. Margir greiða hinsvegar skatta af sín tekjum. Eflaust þarf að greiða af þessu tekjuskatt og ekki telst þetta sem arður þar sem þáttakendur eru ekki hluthafar í WGI. Fjármálaeftirlitið úrskurað ekki þar um heldur Ríkisskattstjóri - allar slíkar fyrirspurnir verður að leggja fram með formlegum hætti og eru úrskurðirnir jafnan birtir enda hafa þeir áhrif á aðra í sömu starfsstétt. Leit á rsk.is skilaði ekki neinni niðurstöðu og rúllaði ég yfir úrskurðina aftur til 2001 án þess að finna nokkuð sambærilegt við það sem framfer hjá WGI.
Hér má meðal annars finna bréf þar sem lögfræðingar WGI hafa sent þeim vegna hugverkaréttinda - athugið að þarna er nafnið á fyrirtækið - World Play Ltd.
http://www.worldgamesinc.com/worldplayer/newsflash/001/newsflash_content.htmEinnig kemur þarna fram að Greg Kennedy sé stjórnarformaður World Games Inc.
Samkvæmt whois á worldgamesinc.com eru eigendur þess:
World Play Services
1 Main St
Robina, “QLD 4226”
AU
Athugið að þarna er QLD 4226 en á bréfi lögfræðinganna er það “QLD 4230”
http://www.whois.sc/worldgamesinc.comÞarna er líka Sonny Wyatt skráður sem tengiliður.
Ég hef farið á kynningarfund og þar kveiknuðu strax vangaveltur sem ég rannsakaði síðann lauslega áður en ég ákvað að taka ekki þátt. Þar var mér sagt frá allskyns vitleysu sem átti ekki við rök að styðjast - aðalega um hvernig þetta væri í Noregi en þar á ég mörg skyldmenni og þekki vel til.
Svo langar mig að vita hvort þú hafir lesið skilmálana þegar þú skráðir þig. Hérna er smá úrdráttur af því sem að stakk mig.
WGI shall charge Members a fee of ten percent (10%) of the value of WGI Stocks sold by a Member.
Members indemnify and agree to hold WGI its Directors, officers, shareholders, employees, consultants, licensees, Members, affiliates, subsidiaries, promotional agencies, media partners and agents, harmless from all claims, costs, damages, expenses, liabilities, losses and legal fees, resulting from or arising out of or in any way connected with any Member's WGI Web-Sites including Games and any mistakes or alterations in relation to information provided to WGI through the Web-Sites.
WGI makes no warranties that:
Members will win any money;
Members will earn any money;
Games will meet Members' requirements;
Games will be timely, error-free or secure;
Information obtained from WGI will be accurate or reliable;
The WGI Web-Site service or server is free of viruses or other harmful factors;
Errors or omissions contained on the WGI Web-Site shall be corrected;
Members will have 24 hour/7 day access to their personal Web-Site;
Members will have 24 hour/7 day access the WGI Web-Site;
Unauthorised access/alteration to WGI data will not occur.
Því ég er á annað borð kominn þetta langt skal ég athuga með að fá álit hjá Fjármálaeftirlitinu, RSK á greiðslum frá WGI, Dómsmálaráðuneyti og Viðskiptaráðuneyti.<br><br>Kveðja,
Hreinn Beck