Er þetta bara í raun og veru ADSL 1800 ? Allavega er ég og þeir sem ég hef talað við sem eru bæði staðsettir í Rvík og Kef ekki að ná nema í kringum 1800Kb. Ég er búinn að reyna að tala við LS en það gengur hæglega að fá þá til þess að skoða þetta. Eru fleiri hér sem eru í sama vesini? Ég fæ fullann UL hraða (60-62kb/s), ekkert vandamál þar. Persónulega finnst mér það frekar súrt að þeir skuli ekki hafa stækkað gömlu 1536Kb notendurna meira miðað við jumpið sem 512 notendurnir fengu, við erum jú að borga helmingi meira á mánuði fyrir þessa tengingu. Og ofan á allt það fáum við ekki einu sinni 2000Kb. Er það þess virði að borga 3300kr fyrir auka 300Kb í dl og auka 256Kb í ul? Og þvílíkt álag sem hefur skapast á kvöldin útaf þessari breytingu, ég fæ ekki nema 30kb/s í UL sem er fáranlegt. Ég vil skora á alla þá sem vilja fá fullt fyrir peninginn sinn að hafa samband við LS og kvarta undan þessu (8007000@siminn.is). Ég býst við að LS komi með einhverjar afsakanir eins og 10-15% tap sé eðlilegt eða álíka. Af hverju var ég þá að fá fullann hraða á gömlu tengingunni (1536Kb)? Ég veit að það er alltaf eitthvað tap á þessum línum en ekki heil 200Kb, það er ekki eðlilegt.


Þeir sem vilja mæla sína bandbreidd geta gert það á síðunni hér fyrir neðan:

http://www.simnet.is/hradatest

ATH að hafa ekkert download/upload í gangi meðan þið eruð að mæla svo mælingin verði rétt.

Kveðja.