Sælir Kristinn, gaman að heyra í þér.
Ég viðurkenni að ég tók þetta saman í nokkrum flýti og ef þarna hafa leynst rangfærðar tölur líkt og með tekjur af ADSL 256 þá biðst ég innilega afsökunar.
Rétt hefði það verið:
3.820 notendur með 256kbps 9.550.000 kr.
og samtala því: 58.485.600 kr.
Ég tók Símann fyrir þar sem að ég hafði upplýsingar um fjölda notenda og “um það bil” tölur um hversu margir þeirra væru í hverri þjónustuleið úr bréfi Heiðrúnar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans:
http://www.ns.is/textar/neyt-bref_030317-verd-netadgangur-svar-simans.htm
Að mér vitandi kemur hvergi fram í mínum tölum neitt sem tengist öðrum símafyrirtækjum, enda tók ég t.d. ekki með í reikninginn tekjur Símans af því að veita þeim aðgang og þjónustu.
Einnig notaði ég upplýsingar úr skýrslu International Telecommunications Union sem ég hef afrit af, Promoting Broadband - The case of Iceland.
Upplýsingar um kostnað við rásir á Cantat hef ég úr fyrri störfum mínum og get ég útvegað nánari upplýsingar um það.
Tölur um kostnað við nettenginurnar sjálfar fékk ég frá sölumanni Cable & Wireless í Englandi.
Ég setti þann fyrirvara á framarlega í skrifum mínum að í þetta vantaði margt og mikið - bæði hvað varðar kostnað og tekjur, ég notaðist einungis við það sem ég hafði upplýsingar um.
Auðveldast væri náttúrulega að slá endapunktinn á þessa umræðu með því að gefa okkur einhverjar upplýsingar - svart á hvítu tölur sem geta sannað það fyrir okkur, almennu notendunum að ekki sé verið að “ræna” okkur. Hver er hagnaðarprósenta ADSL umsvifa Símans - nú eða tap.
Mér finnst þetta alltaf vera einhverveginn litað af mismunandi afsökunum frá m.a. Símanum - um fjarlægðir, smæð þjóðarinnar o.s.frv.
Ég vill nú líka meina að tengigjöldin séu of há - en kannski er ég bara svona nískur :)
Ég reiknaði út bæði tekjur af tengigjaldi og svo netþjónustu - lagði þetta samann undir lokin þegar ég spurði hvort Síminn tæki inn rúmlega 100 milljónir á mánuði fyrir ADSL en þetta endar nú allt í sama vasa, 39.498.800 kr. var niðurstaðan þegar ég reiknaði út tekjur af netþjónustunni. Bandvídd Símans og þar afleiðandi kostnaður við tengingar snertir ekki einungis ADSL heldur er auðvitað einnig seld í öðrum þjónustuleiðum eins og þú eflaust þekkir best.
Ég efast ekki um að menn séu byrjaðir að taka upp gjöld fyrir umferðina erlendis en ég get líka nefnt þess dæmi þar sem ekki er mæld umferð.
Og að lokum gerð ég óformlega verðkönnun á umfram MB og þar sem ég skoðaði tóku allir 2,49 til 2,5 kr. pr. umfram MB. Þetta eru aðilar sem margir hverjir halda úti sínum eiginn tenginum við umheiminn. Er verðsamráð hjá netþjónustunum þegar kemur að því að selja kvóta á netinu? Eða er þetta bara hið hefðbundna fyrirbæri hér á landi þar sem ef einhverjum tekst að græða á einhverju fari allir og api það eftir.
Nokkrar spurningar komu í kollinn sem ég vonast til að þú getir svarað mér.
Í ljósi þess að fleiri netþjónustur erlendis eru farin að mæla umferð (samkvæmt þér) er von á hækkunum pr. MB hjá Símanum?
Eru ADSL notendur að greiða niður halla af öðrum gagnatengingum sem Síminn bíður uppá?
Eru umferð á öðrum gagnalausnum símans mæld?
Eru umferð stórnotenda mæld?
Er von á hækkunum samfara tengingu við Farice?
Ánægjulegt að fá að skiptast á orðum við menn með viti og sérstaklega finnst mér það gott að fá að karpa um þetta hér á svæði Símans (nema þessu verði eytt á morgunn ;).<br><br>Kveðja,
Hreinn Beck