Margir ormar sem dreifa sér með tölvupósti, og senda sig á contact lista þess sýkja, velja aukinheldur netfang af handahófi úr contact listanum til að setja í from: - þetta veldur oft miklum misskilningi, og fólk sem ekki er sýkt fær ábendingar um að það sé sýkt o.s.frv.
Smá ráðleggingar:
1. Keyrið nýjasta service pack, og sækið allar critical uppfærslur á <a href="
http://windowsupdate.microsoft.com“>windowsupdate.microsoft.com</a>. Þess í stað er hægt að láta Windowsið uppfæra sig sjálfvirkt (winxp, og win2k SP3 og nýrra) með control panel - automatic updates tólinu.
2. Keyrið ALLS EKKI viðhengi sem berast óvænt í tölvupósti, jafnvel þótt þið þekkið sendandann. Ef skýringar/texti á íslensku fylgja ekki bréfinu, er líklegt að það sé vírus/ormur, jafnvel þótt sendandinn sé þekktur. Séu menn hins vegar að nota Outlook eða Outlook Express, og hafa ekki sett inn allar viðeigandi öryggisviðbætur frá MS, þarf ekki einu sinni að keyra neitt! Nóg er að skoða skeytið í preview pane til að sýkjast.
3. Til að verjast svona skít enn betur er ráðlegt að nota <a href=”
http://static.hugi.is/essentials/internet/www/opera/“>Opera</a> eða <a href=”
http://static.hugi.is/essentials/internet/www/mozilla/">Mozilla</a> í vefráp, og Mozilla fylgir að auki alveg stórgóður Mail Client með mjög góðri spamvörn. Ég er ekki að segja að þessi forrit séu endilega miklu öruggari en MS forritin (þótt þau séu það :P); flugurnar finna bara skítinn sinn (flestir nota MS forritin, því eru vírusarnir og draslið skrifaðir þeim til höfuðs).