“undrar það mig að þeir geti ekki komið saman forriti til að hægt sé að keyra þetta undir windows”
hmm þú þrjóskast ennþá við að skilja þetta…. ekki taka þessu illa, en það hljómar eins og þú skiljir ekki þetta mál .. semsagt skilur ekki hvaða þjónustu akamai eru að bjóða upp á.
þetta er ekki spurning um að windows þjónarnir geti ekki sinnt þessu ákveðna hlutverki… þetta er spurning um að akamai eru með netþjóna í serverskápum, hjá internetþjónustum um allan heim, meðal annars simnet.is sem var sett upp til þess að dreifa efni geografískt ….. og akamai bjóða síðan fyrirtækjum eins og apple, microsoft cnn og fleirum upp á að þeir spegli fyrir þá efni þeirra um allan heim….
sem þýðir að það er til infrastrúktúr fyrir þetta nú þegar, og spurningin sem micrsoft þurftu að svara var aldrei að velja á milli linux og windows!
heldur hvort þeir ætluðu að nýta sér þjónustu akamaí fyrirtækisins, eða taka erfiðu leiðina.. sem hefði verið að gera það nákvæmlega sama og akamai, en bara fyrir sinn eigin vef…. og ég held að kostnaðurinn við það hefði verið ALGERT overkill…
“Þú skrifar: …. stundum er betra að nota einn fram yfir annan…
Ég skrifa að þeir treysti ekki eigin þjónum fyrir þessu.
Er mikill munur á þessu??”
ok tökum dæmi…. þú ert að þrófa vef í asp/sql og þarft að velja á milli linux vefþjóns eða windows vefþjóns….. valið er frekar augljóst, það er native stuðningur við asp á windows vefþjónum og flestir sem eru að þróa á ákveðnu máli vilja að hlutirnir séu keyrðir á native umhverfi málsins…
annað dæmi væri þá php/sql, og þá væri ef til vill betra að nota linux vefþjóninn….
í grófu máli, já það er mikill munur á net þjónum… [ekki bara vefþjónum] þeir bjóða allir upp á misjafna hluti, og ýmislegur add-on hugbúnaður keyrir bara á ákveðnum þjónum,
það er ekkert sem segir að hugbúnaðarlega gæti microsoft ekki gert það sem þeir réðu akamai til að gera, með ms-sql server og iis, það þýðir ekki að þeir eigi að fara út í það… eða að þeir hafi einhvern áhuga á að fara út í það…..
ok ég skal taka samlíkingu….
gefum okkur til dæmis benz fyrirtækið…. þeir gera massa mikið af alls konar bílum og þurfa oft að koma fólki og vörum til og frá ýmisa staða…
þeir hafa tvo möguleika, skipta við leigubílastöð og sendibílastöð, eða koma bara á fótum leigubíla og sendabíla rekstri sjálfir í gang…. vona að þetta skýri betur dæmið