Vandræði!
Það er nýlega komið upp vandamál varðandi virkni internetsins hjá mér . Flest allar síður birtast hratt og auðveldlega en aðrar mjög hægt eða alls ekki . En nokkrar erlendar síður koma alls ekki upp t.d. er ekki hægt að fá ebay til að birtast hvort sem endirinn er: (.com, .co.uk eða .de), þá kemur ævinlega “Cannot find server”. Ég spurði hvort þá á netþjónustunni þar sem ég er tengdur hvort þetta tengdist þeim en þeir segja svo ekki vera. Þá hélt ég að kannski tengdist þetta þá einhveri vitlausri stillingu á Internet Explorer og reyndi einhverjar breytingar en án árangurs. Síðan downloadaði ég Netscape vafra en hann er alveg eins, flestar síður koma eðlilega en aðrar hægt eða ekki. Tölvan er gömul með win98 og ADSL tengingu. Svör eru vel þegin helst þó helst þannig að tregur tölvugrúskari gæti skilið þau.