það stendur reyndar á vefsíðunni þeirra:
Stofngjald kr. 8.000.-
Mánaðargjald kr. 4.900.- innifalin 500 mb. gagnaflæði, aðeins erlent mælt. 2.- kr. hvert umfram mb.
stofngjald=endabúnaður.
ég verð samt að vara þig við því að versla við þá. ég hef MJÖG slæma reynslu af þeim.
ég á að vera með 1mb tengingu frá þeim, en ég næ sjaldan yfir 20kb/s á virkum dögum, og tengingin dettur oft út. en þeir eru mjög duglegir við það að senda manni reikninga, jafnvel þó þeir hafi ekki staðið við sinn hluta samningsins (120kb/s lágmark fyrir 1mb tengingu)
þeir eru alltaf mjög almennilegir þegar maður hringir og kvartar, og biður þá um að laga, en staðreyndin er sú að það gerist nákvæmlega EKKI NEITT.
ég er búinn að vera með tengingu frá þeim í 2 mánuði, fyrsta mánuðin lá tengingin niðri í 2 vikur, eftir það hefur hún verið svakalega sveiflukennd - dett út af ircinu ca 20 sinnum á dag, og fæ ca 20-40kb/s í download hraða (ég á að fá 120kb/s)
um nætur getur þetta farið upp í 200kb/s, en það gerist mjög sjaldan.
en samt eru þeir búnir að senda mér reikninga upp á samtals 27 þúsund kr.
enn og aftur bið ég þig (og alla aðra sem eru að íhuga að versla við emax) um að hugsa sig tvisvar um, því þetta eru ekkert nema glæpamenn.