Þú getur fengið 2mbit upp og niður á loftlínu en hraðinn sem þú færð er samtals hraði en þetta er á svona 10 þús per mánuð fyrir utan stofngjald. Annar galli sem er á þessu er samt að þú deilir hraðanum með notendum sem nota sama loftnet(á þeirra enda). Hef heyrt um gaur sem tengist í Landakot og fær alltaf fullan hraða.
SHDSL er á um 17 þús per mánuð og getur þú flutt 2mbit upp og 2 mbit niður á sama tíma. Ef þú tekur routerinn ekki á rekstrarleigu, þá verðurðu að kaupa hann. Fyrir eina IP tölu er router á rétt yfir 30 þús en rétt yfir 70 þús ef þú ætlar að fá fleiri. 10 IP talna net fylgir ef þú færð þér SHDSL+. Ef þú ætlar að fá nánari upplýsingar, þá borgar sig að mæta á staðinn því að starfsfólkið í símasvörun er ekki nógu upplýst.
En til að nefna samt sem áður, þá er Lína.Net að gera tilraunir með sértengingar þar sem þú deilir ekki loftnetunum með öðrum notendum og færð alltaf fullan hraða. Tengihraðar eru 3 mbit og 8 mbit.
Ég var að spá í háhraðatengingum fyrir nokkru og er þetta byggt á reynslu minni þá :P Aðstæður gætu hafa breyst.<br><br>—-Fragman póstaði þessu——-
<a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman“>Skilaboð</a> | <a href=”
http://cs.stuff.is“>cs.stuff.is</a> | <a href=”
http://ut.stuff.is">ut.stuff.is</a