Það er til forrit sem heitir PC Anywhere sem gerir þér kleift að tengjast og stjórna tölvu annars annað hvort með því að hringja í módem á henni eða fara eftir IP tölu ef hún er sítengd.
Hins vegar man ég eftir að hafa þurft að tengjast vél hjá manni og hann notaði eitthvað innbyggt Windows forrit, held það hafi verið Netmeeting. Þá þurfti ég að ná sambandi við hann og hann síðan leyfa mér að tengjast í hvert skipti og þá gat ég stjórnað vélinni hans. Það getur vel verið að það sé hægt að setja inn password til að þú getir notað þetta án þess að einhver á hinum endanum hleypi þér inn. Ég skoðaði þetta ekki svo mikið.
Ef þú ert bara að spá í að sækja skrár, þá geturðu notað FTP. Það er til fullt af forritum fyrir það.