Ég mæli ekki með loftlínu. Allavega er ég með hana, skráður á 1mbit og hef ALDREI fengið fullan hraða frá því að ég byrjaði með hana seinastliðinn maí. Það stendur ekkert á samningnum né auglýst að þú ert að deila cellunni sem þú tengist á með öðrum gaurum sem þýðir að hraðinn þinn gæti lækkað séu þeir að downloada mikið eða uploada. Þeir segja heldur ekki að hraðinn sem þú skráir þig á er SAMTALS hraði, þú getur ekki downloadað á fullum hraða á sama tíma og þú uploadar á fullum hraða, heldur skiptist hraðinn á samtals tenginguna sem þú færð. Lína.Net er annars búið að lækka verðið á loftlínunni ef einhver hefur áhuga.
SDSL hjá Íslandssíma er haugdýrt, gaurinn sagði 32 þús á mánuði, það er með router leigu(router kostar annars um 81þús) og sérstakan pakka til að innanlandsumferð sé ekki rukkuð. Síðan þarf sér símalínu inn í húsið því að hún getur ekki verið notuð undir venjulegri talsímalínu.
Landsíminn er annars að bjóða upp á SHDSL, 2megabit í báðar áttir en þarf annars sér símalínu. Innanlandsumferð er ekki frí enn þá en þeir eru búnir að biðja um leyfi fyrir því þannig að það ætti að vera frítt innan mánaðar. Tengingin kostar 10.600 og síðan er svona 2 þús í router í rekstrarleigu. Ef þú ætlar að hafa fleiri IP tölur, þá verðurðu að fá þér SHDSL+ og það er um 13 þús auk router leigu á svona 10 þús. Mér var sagt að það væri ekki stofngjald á þessa tengingu.<br><br>—-Fragman póstaði þessu——-
<a href="
http://www.svavarl.com“>Heimasíða</a> | <a href=”mailto:fragman@internet.is“>fragman@internet.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman“>Skilaboð</a> | <a href=”
http://ut.internet.is“>Stöff fyrir Unreal Tournament</a> | <a href=”
http://cs.internet.is">Stöff fyrir Counter-strike</a