Ég á í vandræðum með að tengja saman tvær tölvur með netkortum. Önnur tölvan hefur Windows 98 og virðist ná að tengja við netkortið hin er yngri og hefur “ME” stýrierfi. Sú með “ME” gefur ekki samband við netkortið, þegar það er reynt kemur: (Windows is unable to gain access to the network) eða (unknown error 2114). Á pakkningunni utan af netkortinu stendur 100/10bps fast ethernet card, framleiðandinn heitir “Cnet”

1.ME tölvan er með ADSL kort getur það truflað netkortið?
2.Er einhversstaðar á netinu yfirlit yfir villunúmer, hvað þau merkja t.d. #2114?

Ef einhver heldur sig geta hjálpað mér þá þætti mér betra að svarið gerði ekki ráð fyrir mikilli tölvuþekkingu.