Ef þú ert ekki með svokallaða “fasta IP tölu” eins og fólk kallar það eða static external IP, þá er þér NAT-að út frá Simnet. Þú færð semsagt static (fasta) IP á localneti Simnet og síðan þegar þú þarft að komast út fyrir þeirra net þá er þér nattað út um external IP. Þú einn átt að hafa þína IP og radius þjónninn heldur henni oftast fyrir þig í X langan tíma eftir að þú aftengist og lætur þig fá hana aftur næst þegar þú tengist, ef þú tengist innan þess tíma. Þú ættir að geta haft samband við aðra notendur á localneti Simnet því þá er þér ekki nattað út. Varðandi það að hafa samband við notendur fyrir utan localnet Simnet þá býst ég við að þú ættir að geta tekið við skrám en ekki sent þær frá þér.
Þegar “púlían” með external IP tölunum í hjá Simnet er búin (þ.e.a.s. þær IP tölur sem Simnet úthlutar til notenda sem þarf að natta út) er búin þá bindast allir nýjir notendur á endatöluna í púlíunni.<br><br>Kveðja,
Kristinn.