Rétt er það að hakkarar eru ekki vondu karlarnir. Hinsvegar hafa fáfróðir fjölmiðlar verið iðnir við að klína þessu orði við allt það sem gert er ólöglegt á internetinu. Fáfróðir andskotar. Sumum finnst einfaldlega of flókið að flétta upp muninum á hakker og cracker.
Því miður, eins vel og hugmyndin um þessar samkeppnir hljóma, þá er þetta ekkert annað en auglýsingabrellur hjá fyrirtækjum sem halda þær. Kannski fá einhverjir kick og æfingu úr því að hamast á einhverju kerfi sem hefur verið stillt sérstaklega fyrir einhverjar keppnir. Ég hef ekki nokkra trú á því að nokkur álvöru hakkari láti “sjá sig” í svona keppni. Það sem þeir uppgvöta halda þeir flestir fyrir sig og sína. Við gleymum því hinsvegar oft að einn alvarlegasti “galli” tölvukerfa eru fávísir umsjónarmenn sem tryggja ekki kerfin sín. Öll kerfi hafa galla og þeir finnast allir á endanum, treystið mér. <BR