Að venju þegar ég lendi í vanda með tölvuna mína eða eitthvað sem tengist henni kem ég hlaupandi hingar með skottið milli fótanna. Það sem gengur svona skemmtilega illa núna er að vinur minn var að fá sér adsl og fékk sér tengingu hjá símanum, hann skrapp í tölvulistann og keypti sér planet adsl router og switch sem í sameiningu á að virka sem router. anyways þá hef ég aldrei komið nálagt router áður og kann ekkert á þetta, ég næ að setja þetta saman og næ einnig að tengjast routernum til að stilla hann, málið er bara að ég kann ekkert á þessar stillingar. Svo ég leita til ykkar vélbúnaðar hugarar, viljið þið vera svo vænir að hjálpa mér með þetta.

búnaður:
Planet Ethernet ADSL Modem <a href="http://www1.planet.com.tw/www/htdocs/product/CATALOG/ade3000.htm">hlekkur</a>
og einhver planet switch sem þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af.