Sæll
Sé að þú ert búin að fá svar en langaði að bæta við :)
Hér er smá klausa um þetta:
Bloggið
Á síðustu mánuðum hefur svokallað „blogg“ vakið mikla athygli, en „blogg“ er sérstakt tjáningarform þar sem einstaklingur opnar líf sitt á veraldarvefnum með skrifum um daglegt líf og hugsanir. Margir hafa velt því fyrir sér hvaðan orðið „blogg“ er komið. Á vefnum annall.is lýsir Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur hvað felist í orðinu „blogg“ en tveir erlendir annálaritarar, þeir David Salo og AKMA hafa sett saman orðalista á latnesku og grísku.
„Latneska sögnin yfir það að rita annál er „bloggo“. Af henni eru leidd orðin „bloggator“, sem er annálaritari. „Bloggatio“ sem merkir annálaritun eða það sem er ritað í annál. „Bloggandum“ er eitthvað sem ætti að rita um í annál og „bloggabilis“ er eitthvað sem er mögulegt að ritað verði um í annál.
„Bloggaturi te salutamus“ er latneskt slagorð. Það merkir: „Við sem erum í þann veginn að rita í annál heilsum ykkur“ og minnir á hróp skylmingaþræla áður en þeir gengu í hringinn: „Við sem erum í þann mund að deyja …“.<br><br>Svo mikið voru mín orð
Takk fyrir
=====================
Með URR-andi kveðju:
Seppi
=====================