Ég er algjör áhugamaður um vefsíðugerð og allt það sem viðkemur þeim pakka. En ég held út mínum eigin vef og á .com lén.
Og þar er vandamálið, síðan mín er hýst á server hjá heimsnet <a href="http://www.heimsnet.is/birkirr“>www.heimsnet.is/birkirr</a> og virkar þar fínt.
Svo keypti ég mér lénið <a href=”http://www.birkir.com“>birkir.com </a> hjá <a href=”http://www.namezero.com">namezero.com </a>, þeir eru með eitthvað svona idiot proof dæmi, url forwarding, þ.e. ég skráði inn heimsnet.is/birkirr urlið á síðunni hjá þeim, þannig að þegar birkir.com var slegið inn opnaðist ósýnilegur rammi efst á síðunni og í neðri rammanum opnaðist heimsnet urlið.
Þetta orsakaði villuboð, sérstaklega meðal XP notenda.
Svo ég ætlaði að reyna skrá inn DNS og beina léninu á þá hjá heimsnet.
Það bara virkar ekki, skráði primary og secondary.
Veit ekki hvað meira ég get gert.
Bið um aðstoð ykkar sem meira vita. Og ef vantar meiri upplýsingar þá látið vita.
kærar þakkir
Birkir R