Samkvæmt tölum frá thecounter.com þá eru 82% internetnotenda með Internet Explorer. Þar af eru 66% með IE 5. Netscape er einungis með 13%. Er explorer svona rosalegagóður eða er netscape svona lélegur. Það vakti líka athygli mína að 1353 (af 400 miljónum) voru með IE 1.0, þeir ættu nú að fara að uppfæra.
Auk þess er 92 % tölvna eru einnig með Windows (það er einokun) en mac nær bara 2%. Tölvur sem enda á .com og .net eru með 20% hvort og á sama lista eru íslendingar í 47 sæti með ómælanlega prósentutölu (fjöldi 518.000). Í 203 sætir er að finna Víetnam (með endan .VN) en einungis 1 (ekki prenntvilla) með þann endi hefur farið á thecounter síðu.

E-220