WAP umræðunni ætti að skipta í tvennt:
1) Yfir hvaða miðil fer WAP skjalið:
SMS boð (ekki hægt á Íslandi en til í
Þýzkalandi)
GSM / Analog módem til WAP gateway
(Þetta var staðan í sumar,
tengitími 40 sek.)
GSM / ISDN (Þetta er staðan í dag,
tengitími 12 sek.)
GPRS (er að koma, sítenging.)
UMTS (Hver veit ?)
2) Fyrir hvaða skjáupplausn er WAP hugsað /
þarf sérstaka vafrara fyrir litla skjái ?
WAP er ónothæft í dag, engin spurning um það.
Þegar GPRS kemur, verður spurningin hvort einhver
not séu fyrir sérstakt WWW fyrir litla skerma.
WWW á litlum skjám á hugsanlega framtíð fyrir sér:
Það má nota fyrir símaskráruppflettingu
Veðurskeyti
Millifærslur milli bankareikninga
Vefur símafyrirtækisins, kæmi í stað
fyrir valmyndirnar í símanum, með uppl.
um þau númer sem þú hringdir í nýlega,
skilaboð í talhólfinu o.fl.
Ef við höldum að þetta geti verið gagnlegt,
notum við WAP, eða annars notum við eingöngu
HTML og vonum að 1024x768 skjáir fyrir gemsa
komi á næstunni ?
Ég sé samt ekki fyrir mér “fully compliant” HTML
browser með Java Support á neinu GSM hardware á
næstu 2-3 árum, þannig að ef við viljum vefinn
á litlum tækjum, þurfum við eitthvað í líkingu
við WAP. WAP er ónothæft í dag, en eftir 1 ár…
Kveðja, Kári