Opera 6.04 er kominn á skráasafn Huga, <a href="http://static.hugi.is“>static.hugi.is</a>. Eins og venjulega er um að ræða tvær útgáfur; með og án JRE (Java Runtime Environment).
<a href=”http://static.hugi.is/forrit/opera/ow32enen604.exe">Opera 6.04 án JRE</a> [ 3.42MB ]
<a href="http://static.hugi.is/forrit/opera/ow32enen604j.exe">Opera 6.04 með JRE</a> [ 11.03MB ]
Ég vil benda öllum, sem ekki hafa prófað Opera, á að krækja sér í hann, og prófa. Hann er léttkeyrður, fremur snöggur, með góðan HTML renderer, og urmul af þægilegum fítusum, sem hefðu átt að vera komnir í IE fyrir löngu, en risinn í Redmond hefur ekki boðið upp á (eða með öllu verri hætti). Nokkur dæmi:
- Unnt er að hafa margar síður opnar, með aðeins eitt eintak af Opera í gangi. Þannig birtast þeir á slá sem svipar mjög til taskbar, innan ráparans.
- Hægt er að banna popup glugga, eða skilgreina að þeir opnist í bakgrunni (þá taka þeir ekki fókusinn af því sem þú ert að skoða).
- Mouse Gestures! Snilldarfítus! Dæmi: með því að halda inni hægri músartakkanum fær maður nýjan glugga dragi maður músina niður; history.back dragi maður til vinstri; history.forward til hægri; niður og hægri lokar, o.s.frv. Einnar handar vefráp fyrir klámfíklana? :)
- Unnt er að láta hann muna hvar maður var staddur við lokun. Þannig fer hann beint aftur á þær síður sem maður var á næst þegar maður keyrir hann.
- Öflugri smákökustillingar (e. cookies).
- Ekki þessi &$#/&$# MSN skilaboð, svari vefþjónn ekki, eða ef slegin er inn röng slóð (DNS error).
- Margt, margt fleira!
Óperuna er hægt að laga mikið að smekk hvers og eins, með skinnum, nýrri grafík á rofa, “personal bar”, o.s.frv. Hún er furðusnögg, m.t.t. að keyra ekki á slatta af kóða og söfnum sem fylgja stýrikerfinu. Hægt er að láta vafrann auðkenna sig sem Opera, Internet Explorer eða Mozilla, og HTML vélin er vægast sagt stórgóð. Það er erfitt að finna síður sem Opera renderar vitlaust (og vinsamlegast ekki fara að predika hvað IE leyfi vitlaust HTML! :P) - það er þá helst að CSS vefjist fyrir honum.
Viðmótið er eins og best verður á kosið, og eftir 20-30 mínútna stillingar og aðlögun virkar hann eins og hugur manns. Kíkið endilega <a href="http://my.opera.com/customize/">hingað</a> ef ykkur vantar skemmtilegar viðbætur við ráparann.
Enda þótt ég geti eitt og annað fundið að Opera, er hann orðinn nógu lipur og góður til að leysa IE af hólmi hjá mér. Viðmótið, stillanleiki, hraði, og nokkrir fítusar sem vantar í IE gera notkun hans ákaflega ánægjulega. Ég fann reyndar crashbug í 6.04 innan við þremur klukkustundum frá uppsetningu (já, ég sendi þeim pödduskýrslu), en hann virkar engu að síðu mun stabílli en IE; eins og aðrar sjöttu kynslóðar útgáfur er 6.04 stabíll og áreiðanlegur. Ég gef honum hiklaust 9 af 10 mögulegum. Prófið fyrirbærið, þið verðið varla fyrir vonbrigðum. Það er jú alltaf hægt að nota hann samhliða IE, eða uninstalla honum.