Smákökur (Cokkies) eru litlar txt skrár sem netsíður senda þér. Með þeim geta þær komist að því á hvaða vefsíður þú hefur farið, allt um stýrikerfið og miklu meira. Flestar vefsíður nota þær til gagnlegra hluta svosem að þekkja þig þegar þú kemur aftur til að þú þurfir ekki að slá inn lykilorð aftur.
Til eru tvær tegundir, smákökur sem hverfa þegar þú ferð af síðunni og smákökur sem hverfa eftir eitthvern ákveðinn tíma (Mesta sem ég hef séð er 50 ár)
Eina aðferðin til að losa sig við þetta er að breyta stillingum á vafranum. Þar er hægt að velja um hvort þú villt leyfa þær, verða spurður eða banna þær. Þolinmóðir geta látið spyrja sig um báðar gerðir (þeir verða að búa sig undir mikið af gluggum) en fyrir hina mæli ég með að leyfa fyrri gerðina en láta spyrja sig um seinni. Þær eru miklu færri og geta verið gagnlegar þannig að ekki er ráðlagt að banna þær. Hvernig á að breyta þessum stillingum er mjög mismunandi milli vafra, þannig að þið ættuð að leita að Cokkies í hjálpinn.
Smákökur eru auðveldasta leiðin til að njósna um fólk á netinu þannig að hafðu varan á.
E-220