KaZaA er vinsælasta download forritið í dag.
KaZaA er vinsælasta download forritið í dag og getur hver sem er shareað hverju sem, lögum,video, leikjum og hvers lags hugbúnaði það er leikur einn að sækja Bíómyndir sem ekki eru komnar í bíó og leiki sem ekki eru komnir á markað. Þetta er að sjálfsögðu ólöglegt og það er bara tímaspursmál hvenær KaZaA serverinum verður lokað. Sjálfur hef ég ekkert á móti KaZaA. Þegar þú sækir leik, lag eða hvað sem er frá annari persónu hvar sem er í heiminum þá fer það í gegnum KaZaA server og þess vegna eru þetta ekki bein samskipti á milli tölvna og það eina sem þarf að gera er að loka serverinum til að hindra alla umferð um KaZaA. Það er ekkert mál að breyta lagi af geisladiski í mp3 lag þú gerir það í gegnum Windows Media Player 7,1 sem þú færð hér: http://www.microsoft.com/japan/windows/windowsmedia/software/Playerv7.asp. Samkvæmt lögum getur maður verið handtekinn en hverjar eru líkurnar á því það eru 1,5 milljón manna að sharea music á KaZaA að meðaltali. Það sem pirrar mig mest við KaZaA eru auglýsingar sem koma upphátt í hátölurunum hjá manni, maður fær einhvert lag á heilann sem er búið að syngja alltof oft. Það vekur líka viðbjóð hjá mér hvað það er auðvelt aðgengi að barnaklámi á KaZaA og ef maður downlodar því getur maður verið handtekinn og málið getur jafnvel farið í fjölmiðlana. Það er mjög mikil hætta að fá vírus þegar maður downlodar exe skrám á KaZaA og þess vegna er gott að vera með góða vírusarvörn sem maður getur til dæmis downlodað á KaZaA. Það er auðvelt að sækja KaZaA þú ferð bara á KaZaA.com.