Ruslpósturinn er eitt af mörgum vandamálum sem fylgja netinu. Hann er kominn til að vera en hægt er að minnka magn hans verulega. Hér á eftir eru nokkur ráð um hvernig má forðast ruslpóst.
1. Vertu með tvö tölvupóstföng. Eitt fyrir venjulegan póst og annað fyrir ruslpóst. Seinna netfangið notar þú svo ALLTAF þegar þú ert að skrá þig einhverstaðar, já alltaf. Ef þetta er fyrirtæki sem sendir þér einhverjar upplýsingar sem þú villt fá í hitt póstfangið þá getur þú búið til filter(á ruslpóstfanginu) sem sendir þau bréf áfram sem þú villt fá, þetta er hægt á altavista.com.
2. Settu aldrei aðalpóstfangið þitt í fréttahópa. Ef þú villt samt setja það þar þá getur þú sett nafnRuslpóstlaust@vefþjónusta.is, síðan getur þú bætt því við neðst í bréfið að það eigi að taka ruslpóstlaust í burtu. Þetta blekkir forrit sem skanna fréttahópa í leit af netföngum.
3. Settu aldrei aðalpóstfangið þitt inn á heimasíður. Ef þú ert ekki alveg sáttur við þetta þá skaltu allavega ekki láta það vera hyperlink(a href=mailto:nafn@vefþjónusta.is). Þá ættir þú að blekkja einhver skönnunarforrit.
4. Ef þú færð ruslpóst þar sem stendur neðst, sendu póst ef þú villt skrá þig af póstlistanum, þá skallt þú ekki senda neinn póst. Það að senda póst til þeirra staðfestir bara að netfangið sé virkt og þá færð þú ennþá meiri rulspóst.
Einnig er hægt að setja upp Filtera sem henda sjálfkrafa öllum ruslpósti en það er nánast ómögulegt. Til að gera þetta aðeins mögulegra er hægt að nota forrit eins og SpamBuster sem hægt er að ná í frítt á http://www.contactplus.com/products/spam/spam.htm.

E-220