Geekmaster Námskeið og Tekjuöflun Tellmetwin heitir nú daGeek og við erum að fara af stað aftur með hið stórskemmtilega Geekmaster námskeið í næstu viku 21.okt 2010..

Geekmaster Námskeið:

Nýsköpun, Sérviskan og Sjálfið

– 21. Október – 16. Desember 2010

Sprotafyrirtækið daGeek stendur fyrir Geekmasters námskeiði í vetur í Kvosinni, húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar Lækjargötu 12.

Námskeiðið gengur út á:

- Hópefli / Markþjálfun – lærðu að vera sátt við sjálfa þig eins og þú ert (sérvitringinn í þér).
- Þátttaka í þróun nýsköpunarfyrirtækis á Internetinu (þróun vefviðmótsins)
- Læra að búa til eigið efni á daGeek og fá 50% af öllum sölutekjum sem þannig verða til *

Námskeiðið er FRÍTT en fjöldi takmarkast við 20 manns.

Við leitum að fólki sem hefur brennandi áhuga á Internetinu og samfélagssíðum, gott vald á skrifaðri ensku og sterkar skoðanir á lífinu (nettur geek). Markmiðið er að þátttakendur verði þungaviktarnotendur vefsíðunnar daGeek bæði í framleiðslu eigin efnis og samskiptum við aðra notendur.

Þátttakendur hittast á Fimmtudagskvöldum kl 18, alls 9 skipti (2 mánuði í senn).

Áhugasamir hafi samband í síma: 581-2500 eða jobs@dageek.com (Rut).

* Geekmaster býr til “Passion Pages” á daGeek um sínar ástríður. Velur svo söluefni af Amazon, ClickBank eða Google Ads til að kynna á síðunni sinni. Allar sölutekjur sem þannig verða til skiptast til helminga milli Geekmaster og daGeek.

www.dageek.com