lol - Takk fyrir fyndið og heiðarlegt svar.
Ég er sammála þér, Google er frábær leitarstöð og ég nota hana eins og “allir” aðrir.
Ástæðan fyrir því að ég gerði Topplistinn.is var einfaldlega þessi: Google er allur heimurinn, en ef þú vilt t.d. koma sölusíðunnu þinni á framfæri, á Íslandi.. við segjum að þú sért að selja föt, þá færð þú hátt í 1.000.000 hits.
Ég gerði heimasíðu fyrir nokkrum árum síðan þar sem ég skrifaði reynslusöguna mína á því hvernig það er að eignast fatlað barn. Vefsíðan var að sjálfsögðu á Google, en prófaðu að skrifa Einhverfa á Google. Þegar ég ætlaði að koma síðunni á framfæri á Íslandi, var það hægara sagt en gert, það var þá sem mér datt í hug að gera Topplistinn.is
Hugsunin hjá mér er svipuð og hjá þeim sem eru með leit.is þ.e.a.s. vera með leitarstöð fyrir íslenskar vefsíður… Það sem ég þoli ekki við leit.is er að það kostar 39.900 á ári að vera með á síðunni. Ég vildi gera miðstöð fyrir íslenskar vefsíður, þar sem allir geta verið með að kostnaðarlausu.
Topplistinn er tómstundin mín og ekki gróðafyrirtæki, eins og Google og leit… ég er bara að leika mér og þjóna. Mitt stærsta vandamál akkúrat núna er að það eru of fáar vefsíður á listanum. (Síðan er bara 4 mánuða gömul)
Þetta er kannski rugl hjá mér… en ég hef trú á þessu ;)
Með vinsemd og virðingu,
Gunnar Eysteinsson
http://www.topplistinn.is