Baunir eða Beenz eru það sem þeir vilja kalla framtíðargjaldmiðillinn. Hann er einungis til í rafrænu formi það er að segja ekki er til neitt klínk eða seðlar.
Fyrst þarf maður að skrá sig hjá beenz og þa fær maður 100 b. Til að geta fengið fleiri baunir er hægt að skrá sig á postlista (alveg glötuð aðferð), keppa í leikjum (maður fær bara smápeninga fyrir það) eða versla einhversstaðar (þá fær maður kanski 10 baunir fyrir hverja 10 dollara sem maður versla fyrir). Baununum er svo hægt að eyða í ákveðnum netverslunum. Til dæmis kostar einn geisladiskur um það bil 2.000 b.
Þetta er sniðug hugmynd en það er mjög ólíklegt að maður verði miljónamæringur, þannig að ég mæli ekki með þessu.
Fyrir þá sem endilega vilja prufa þá er hægt að skrá sig á http://www.beenz.com