Í Netheimum er oft ýmislegt látið flakka sem fólki liggur á hjarta..stundum illa ígrunduð orð (eins og alþingismaður einn fékk að prófa) sem ættu þó að flokkast undir “tjáningarfrelsi”.

Í Bandaríkjunum, mekka málfrelsisins hefur þetta þó farið að taka á sig aðra mynd. Núna eru stórfyrirtæki farin að lögsækja þá sem láta frá sér slík orð á almannafæri.

Þetta kallast víst “Strategic Lawsuits Against Public Participation” í bandaríkjunum eða SLAPP og eru um 19 fylki með lög sem hefta slíkar aðgerðir fyrirtækja gegn málfrelsinu.

Í <a href="http://www.wired.com/news/business/0,1367,50548,00.html“>þessari</a> grein á <a href=”http://www.wired.com“>Wired</a> síðunni er sagt frá því þegar að manni einum barst $450.000 rukkun vegna dóms sem hann fékk fyrir að segja sínar skoðanir á ákveðnu fyrirtæki.

Vonandi taka málin ekki þessa stefnu hérna á Íslandi því þá yrði ansi fjölmennt í réttarsölum miðað við það sem oft er skrifað t.d. hérna á huga.

Það er engum blöðum um það að fletta ef að svona verður framkvæmd mála að fólk mun hreinlega ekki þora að segja sína skoðun ef hættan er á því að maður verði lögsóttur.

Farið því varlega á netinu krakkar :)

<hr>


Byggt á greinum frá:
<a href=”http://www.slashdot.org“>Slashdot</a>
<a href=”http://www.wired.com“>Wired</a>
<a href=”http://www.casp.net/">California Anti-SLAPP Project</a
JReykdal