Ég var á www.btv.is/virusupplysingar.htm
og var að lesa þar grein um vírus
en ég las ekki nógu vel ALLT sem stóð, svo
ég óð bara einsog asni beint í
leiðbeiningarnar… svo þegar ég var búin
að searcha eftir sulfnbk.exe og eyða því
einsog upplýsingarnar sögðu mér að gera (tæmdi
recyclebin líka) þá loks las ég
“ÞAÐ Á EKKI AÐ FARA EFTIR ÞESSUM UPPLÝSINGUM”
….. ég er svo fljótfær!
Er þetta allt í lagi? Þarf ég ekki þennan fæl?
Er ekki einhver miskunnsamur samverji þarna úti??
Ég fór að gera þetta því að tölvan hjá mér er
búnað vera haga sér furðulega undanfarið…
frýs alltaf þegar ég er að copera einhverjar
myndir sem ég fæ t.d. á hotmail og eins í gær
þegar ég var að brenna disk… fraus alltaf í
miðjum klíðum. En ég er allavega að downloada
akkúrat NÚNA víruvarnaforriti til að finna útúr
því.
Please, einhver hjálpi mér því ég þekki engan
sem getur hjálpað mér með þetta og ég kann
EKKI á svona dót (“forritunardót”).
Þessar leiðbeiningar sem ég fór eftir voru
nú samt svo auðveldar að blindur hestur
hefði getað farið eftir þeim.
Ég tel mig samt góða að fara eftir leiðbeiningum
þannig að ekki hætta við að hjálpa mér afþví
þið haldið að ég sé “hopeless case” ok?
Well,… ég er allavega jafngóð og blindur
hestur væri! heheh
Hvað eða hvernig get ég lagað þetta? Eða
þarf ég ekki að ná þessum fæl aftur?
Finnst nú samt að ég þurfi þennan fæl,
finnst skrýtið að það séu einhverjir “óþarfa”
fælar í þessum tölvum…hmm…
TAKK FYRIRFRAM, ég skal meira segja senda
góða myndabrandara á miskunnsama samverjann
ef hann/hún vil, í email. ;)))
Ef ekki, þá allavega happy thoughts!