Gozilla er forrit sem getur haldið áfram að hlaða niður forriti ef tengingin slitnar. Þetta er einnig mjög þæilegt þegar er verið er að ná í stórar skrár því þú getur líka stoppað og haldið áfram þegar þú villt.
Gozilla býður upp á marga möguleika. Þar getur þú flokkað niður öllu því sem þú ert að hlaða niður í möppur auk þess sem þú getur stillt hvað hver skrá á að taka mikla bandvídd af internettengingunni. Líka er hægt að stilla hvenær þú villt að forritið byrji að hlaða niður og það getur líka slökt á internettengingunni þegar það hefur lokið við niðurhleðsluna.
Til eru fleiri forrit sem gera það sama svo sem GetRight og Netzip Download Deamon. Ég hef ekki prófað GeRight en Netzip Download Deamon hef ég prófað. Það forrit eru alveg glatað. Það tekur upp alveg gífurlega mikið vinnsluminni, er uppáþrengjandi (nánast ómögulegt að losna við það) og býður upp á miklu færri möguleika en GoZilla.
GoZilla forritið er frítt og er hægt að ná í það á http://www.gozilla.com
E-220