Landssíminn rekur þennan vef, það er alveg rétt hjá þér.
Nú, fyrst þú ert svona graður á að fullyrða að það sé skipulega verið að setja inn áróður gegn Íslandssíma af þeim sem standa á bakvið þennan vef, þá skaltu bara vera maður orða þinna, og kæra Landssímann fyrir samkeppnisráði, með því að gera svo.
Það vill svo til að ég vinn hjá Landssímanum, og er einn af þeim sem voru með í Huga frá upphafi, sem forritari. Við vorum nokkrir forritarar þá, en núna skilst mér að það sé bara einn sem er að vinna sérstaklega í Huga, og restin er farin að gera eitthvað annað.
Ég mana þig fimmfalt, að halda áfram þessum ásökunum. Það er nokkuð alvarlegt að gera svona, það er andskotinn alveg rétt hjá þér, en er það bara allt í lagi að sverta mannorð fyrirtækis með svona ásökunum? Á hverju byggirðu þessar ásakanir?
Mér skilst að maðurinn sem sér um Huga núna, heiti Unnar, vinnur fyrir Símann Internet. Áður var það Nathan, og skal ég fullyrða fyrir hönd þeirra beggja að þeir hafa andskotann betri hluti við tíma sinn að gera heldur en að reyna miserably að rakka niður samkeppnisaðila á Huga.
Þér dettur ekki í hug að *fólk* actually hafi eitthvað slæmt um Íslandssíma að segja? Það er mjög margt slæmt sagt um öll stór fyrirtæki.
Seinast þegar ég vissi, var líka hægt að hringja á næturna í Landssímann. Ég ætla ekkert að hengja mig upp á það, en dæmigert þykir mér af manni sem fullyrðir svona gjörsamlega út í bláinn, að kynna sér málin, NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT áður en hann fer að reyna að dæma lifandi og dauða.
Ég verð reiður við að að lesa svona andskotans fíflagang. Og nóg er þó af honum að taka hérna!