Margir halda því fram að það sé lame að kynnast fólki í gegnum netið, þú hitti ekki fólk í gegnum netið heldur kynnist þú því persónulega í raunveruleikanum.
Það sé einfaldlega best að kynnast fólki í raunveruleikanum: gegnum vini, vinnu eða djammi.
Ég er alveg 100% sammála því, það er betra, veist þá til að mynda hvernig það lítur út, hljómar og hvernig það er.

Ég er hins vegar einn af Þeim sem á erfitt með að kynnast fólki á “venjulegan hátt”. Ég var lagður í svo heiftarlegt einelti á yngri árum að ég náði aldrei að eignast neina vini og enn þann dag í dag finnst mér oft eins og fólk sé að baktala mig eða með stæla við mig.
Þess vegna nota ég netið frekar því þar get ég falið mig á bakvið tölvuskjá, verið nánast “andlitslaus” og kynnst fólki eins og það er án þess að fá höfnun.

Auðvitað veit maður að það er alls konar óþriftarlýður sem heldur sig á netinu og leitar uppi saklausar sálir, sem lýgur og þykist vera eitthvað sem það er ekki en ég hef einhvern veginn aldrei komist í þann pakka og “feikað” eitthvað sem ég er ekki.
Ég hef reyndar einu sinni þóst vera eitthvað sem ég var ekki og þá var ég að þykjast vera gella að tala við aðra stelpu sem trúði því að ég væri stelpa.

Þá er ég kominn að þeim hlut sem er kallaður “net-höstl”.
Margir eru að spá í því hvernig sé hægt að vera hrifin/n af einhverjum sem maður hefur aldrei séð “face 2 face”. Maður er oft ekki “hrifin/n” heldur með áhuga að skoða hlutina eins og til dæmis með hitting og sjá hvað verður.

En það er til fólk sem trúir engan vegin á svona “netsambönd”, “Net-Höstl” eða “net-daður” því þú veist aldrei við hvern þú ert í raun að tala og þá getur eiginlega hver sem er verið hinum megin við tölvuskjáinn og “18 ára gellan úr Grindavík” gæti verið 36 ára kall úr Breiðholti.

Maður þarf alltaf að fara með varúð þegar netið er annars vegar en það er eins og er einn af fáum stöðum sem ég get kynnst fólki á almennilegan hátt.